Jónas í hvalnum

http://barnatru.is/wp-content/uploads/2010/02/Jonas.mp3 Jónas 1-4 Í stórborg nokkurri, sem hét Níníve, höfðu íbúarnir gleymt Guði. Þeir voru vondir og komu illa fram hver við annan. Þess vegna sendi Guð spámanninn Jónas til Níníve til að boða borgarbúum vilja Guðs. En Jónas vildi ekki fara. Hann stakk af og fór um borð í skip sem var á leið […]

Read More

Daníel í ljónagryfjunni

http://barnatru.is/wp-content/uploads/2010/02/Danieliljonagryfjunni.mp3 Daníelsbók 6:1-28 Nebúkadnesar konungur var dáinn og nýr konungur að nafni Daríus sestur í hásætið. Daníel var einn mesti ráðamaður landsins og Daríus vildi meira að segja gera hann enn valdameiri. Hinir höfðingjarnir fylltust mikilli öfund vegna þessa. Þeir vissu að Daníel vildi aðeins tilbiðja Drottin og engan annan. Þeir gengu á fund konungs […]

Read More

Förin yfir Rauðahafið

http://barnatru.is/wp-content/uploads/2010/01/raudahafid.mp3 2.Mósebók 14.1-15.21 Ísraelsmenn voru margar þúsundir þegar þeir yfirgáfu Egyptaland. Þeir tóku með sér fé sitt, kýr og naut. Allt fólkið, karlar, konur og börn, og allar skepnur, gekk fylktu liði yfir eyðimörkina og stefndu til Rauðahafsins. Guð vísaði þeim leið. Á daginn fór Guð fyrir þeim í skýstrók en á nóttunni í eldsúlu. […]

Read More

Þráttað við Faraó

http://barnatru.is/wp-content/uploads/2010/01/trattadvidfarao.mp3 II.Mósebók 5.-7.kafli Ísraelsmenn voru þrælar í Egyptalandi. Guð hafði falið Móse það starf að leiða Ísraelsmenn út úr landinu og fara með þá heim. Móse og Aron, bróðir hans, fóru á fund konungsins í Egyptalandi og sögðu:,,Guð Ísraels vill að þú látir þjóðina lausa svo hún geti farið út í eyðimörkina og haldið hátíð.” Konungurinn […]

Read More

Naman og litla þjónustustúlkan

http://barnatru.is/wp-content/uploads/2010/01/naaman.mp3 II.Konungabók 5 Naman var hershöfðingi í her Sýrlandskonungs. Hann var hugrakkur maður og hraustur. Sýrlandsher hafði unnið marga frækna sigra undir hans stjórn. Honum var allt gefið hvort heldur það var nú vald og auður, frægð eða fagurt heimili. En eitt hrjáði hann og enginn kunni ráð gegn því, holdsveiki og hún var ólæknanleg. […]

Read More
To Top