Verið ekki áhyggjufull

Matteusarguðspjall 6:25-30)

Jesús sagði að við ættum ekki að vera áhyggjufull. Hann bað okkur að skoða fuglana. Þeir hafa engar áhyggjur, þeir fljúga bara um og leita að ormum.
Jesús sagði að við værum miklu flinkari en fuglarnir og þess vegna ættum við ekki að fylla huga okkar stöðugt af áhyggjum.
Svo sagði hann okkur að skoða blómin.
Þau gera ekki neitt, en samt eru þau í fallegri búningi en nokkur prinsessa.
Þegar við verðum áhyggjufull skulum við hugsa til þessara orða Jesú og tala um áhyggjurnar við hann. Hann vill ekki að við séum ein og leið. Hann vill að við deilum áhyggjunum með honum og hvert öðru.

To Top